Dagur í Prenzlauer Berg

Í dag áttum við mæðgur afskaplega indælan dag í yndislegasta hverfi veraldar, Prenzlauer Berg. Ég tók upp kerrupokan og setti í hann lítinn grísling, því ég átti fastlega von á því að kuldinn væri farinn að bíta. En nei við gengum út fyrir portið, heilsuðum okkar kæra Hausmeister Herr Hamar. Hvað blasti við okkur nema sól og sumar. Ætli haustin séu alltaf svona hlý hér í Prússlandi því í dag var næstum tuttugasta hiti. Við sættum okkur að sjálfsögðu okkur alveg við þetta fyrirkomulag og þó gríslingur væri best klædda barn hverfisins þá hafði hún það ansi notalegt í kerrupokanum. Gengum lítinn hring, komum við í Alle Arcaden sem er kringlan hér í hverfinu, verslaði ég frímerki og skoðaði mörg undarleg grasker(halloween). Svo var ferðinni heitið á Helmholtzplatz þar sem ísold fékk að burra með litla bílinn sinn og horfa á mömmu moka. Við kíktum svo á plaköt í negativland vídeóleigunni, skoðuðum dót í himneskri dótabúð þangað til litla skinn sofnaði þá tók ég beint strik á Kastaníustræti fann mér notalegt kaffihús, skrifaði lítið sendibréf og drakk góðan kaffi latte. Það undarlega við þennan dag var að ég var tvisvar spurð hvort ég væri svíi, ég veit ekki alveg hvernig ég á að taka því. Að minnsta kosti myndu nýju finnsku vinir mínir ekki beinlínis fíla það í tætlur. Að lokum þá er Maya pæja búin að kaupa miða handa mér á Anthony and the johnsons, jeij.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Aaahh hvað þú átt það gott! Hér á Fróni er einmitt snjóstormur úti núna... mjög huggulegt eða þannig. Það er stefnt á pastasalat í kvöld hjá Önnu, þú verður með okkur í anda!
Fyrsti snjór vetrarins einmitt í dag. Stormviðvörun seinnipartinn. Þið hljótið að sakna þess að finna kuldann nísta inn að beini.
Nafnlaus sagði…
Það er blindhríð hérna.. hrikalegt alveg, kuldin smígur innum allt og ég vildi óska þess að ég ætti kerrupoka sem ég gæti smeigt mér í...
Nafnlaus sagði…

Það er gaman að vita af ykkur í sólinni. Var að labba úr skólanum og ég held að ég hafi ekki lent í öðrum eins byl í langan tíma. Mér fannst ég vera aftur komin á norðurland.

Vinsælar færslur