I make love to mountain lions,Sleep on red-hot branding irons

Jæja þá erum við Arnar búin að skrá okkur í þýskunám. Við hentumst út úr rúminu tókum lestina í vestur fórum í himinháa blokk og tókum þýskupróf. Undirrituð sem hefur aldrei lært neitt tókst að þröngva sér á annað stig, eftir skriflegt og skrautlegt próf en einnig smá munnlegt próf hjá afgreiðslunni þar sem ég var spurð um aldur Ísoldar og fleira...ég sagði nein monat í stað neun en hvað um það við byrjum í november. Mér datt í hug að skrá gríslinginn sem tók þátt í þessari innritun í finnsku eða tyrknesku til að þjálfa heilann. En hins vegar sagði rapparinn okkur frá nokkrum leikskólum og einum sem þau hefðu sjálf stofnað! Sá er fyrir tvítyngd börn ensk-þýsk aðallega. Rapparinn og fjölskylda hans voru voða indæl og eru búin að gefa okkur heimilisfang hjá heimilislæknum og fleira nýtilegu fyrir smáfólkið.
Í gær fórum við í afskaplega skemmtilega haustferð til köpenick, það er úthverfi sem var einu sinni smábær í austri. Þar var afskaplega sætur gamall miðbær og fiskimannaþorp með litlum dúkkuhúsum. Yndislega melankólískt haustveðrið bætti um betur með haustlaufarigningu og fallegri trjágreinatónlist. Við sáum gömul kommúnistAminnismerki við ánna spree, Fallegt ráðhús og afskaplega sætt lítið kaffihús þar sem þjónustustúlkur voru með skemmtileg höfuðskraut sem leit út eins og rjómaslettur. Já það var ljúft alveg þangað til "prúsneskir haustvindar fóru að næða of grannt holdinu"(eins og aet orðaði svo fallega). Þá var hlaupið í lestina með skinnið í magapokanum góða, lentum í lestarógöngum í klukkutíma en komumst þó heil í yndislega hverfið okkar.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hæ Móa - gaman að lesa um líf ykkar í stórborginni. Dreymdi í nótt að þú hringdir í mig og sagðir að þið gætuð alveg lánað okkur fyrir flugfari til Berlínar (væntanlega til að kaupa loðhúfu?). Væri sko alveg til í að kíkja:)

Vinsælar færslur