INTERNETIÐ

JÁ það er komið í hús, ekki gekk það skammlaust og enn á eftir að gera það þráðlaust. En hér er ég komin á veraldarvefinn með hjálp velviljaðs heimspekinema. Hvar væri maður án heimspekinganna, já maður sig spyr?
Það hefur margt á daga okkar drifið en nú ætla ég aðeins að segja frá litla gullmolanum. Ísold fékk sínu fyrstu tönn þann 6. oktober og aðra þann 7.oktober, ég var farin að örvænta því flest börn sem ég hef fyrirhitt eru komin langt á undan í þessum efnum.
Amma Ísoldar kom og þótti okkur það ósköp notalegt. Ísold var sérstaklega glöð að fá að kúra hjá ömmu í stað þess að þvælast endalaust með foreldrum sínum. Ekki var það verra að Bryndís hjálpaði okkur að gera heimilislegra hér á Danziger.
En annars er Ísold afskaplega fjörug, talar mikið og er farið að bera á frekjuköstum. Að minnsta kosti er ungfrúin afskaplega ákveðin. Hún skríður hratt og er aðeins farin að ganga með. En eigum við nú svolítið í land með að koma reglu á svefn, en þetta hlýtur að fara koma allt saman:)

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Sæl Móa,
Gaman að fylgjast með ykkur hér. Er Ísold farin að labba með fram?
Hún er bara í góðum gír.. hún missir tennurnar þá eflaust ekki eins fljótt og Morgan frænka hennar, 4 ára og búin að missa 2.. og ein fullorðins kominn takk fyrir. Hún fékk þær líka aðeins 4 mánaða. Bestu kveðjur frá USA
Hún hefði líka bara farið að narta í þig hefði hún fengið þær fyrr.

Vinsælar færslur