já ég er nú meiri klaufinn, ætlaði að vera voða klár að setja eina skemmtilega mynd af heimilislífi. Annars hefur klaufaskapurinn minn aukist hrikalega með árunum og nú er svo komið að Arnar veit alltaf þegar ég er á næsta leiti því þá fara hlutir að hrynja með tilheyrandi óhljóðum. Auk þess hef ég þann hæfileika að geta dottið á jafnsléttu út af engu... en þann hæfileika hef ég frá pabba. 'I gærkveldi hrundi ACDC skiltið á hausinn á mér, stundum þarf ég ekki einu sinni að vera nálægt eins og þegar skermur af lampa nokkrum hrundi hinum megin við stofuna. Mínum heitelskaða hefur verið stranglega bannað að henda gaman að þessu því mér finnst það ekkert fyndið. En um daginn kom Arnar með eina skýringu sem ég gæti alveg sætt mig við. Þannig er að sumt fólk er svo kraftmikið eða með svo kraftmikla áru að efnislegir hlutir og fleira hrynja eða fara úr skorðum. Ég er sem sagt andlegur kraftajötun, og samt þarf ég alltaf að biðja arnar um að opna expressokönnuna.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Mér finnst þetta mjög góð skýring hjá Arnari, sérstaklega þar sem ég á við sama vandamál að stríða.
Nafnlaus sagði…
roJ'ai examiné ton site dans un autre ordinateur et vu qu'il manque carrément les lettres islandais le 25/10 donc c'est pas mon imac a part ca je croyais qu'il fallait savoir le chinois pour t'envoyer un mot. Nous comptons les jours et je donne tous ce que je peux !!et j'ai meme fait la pression sur ton amie d'un certain lac qu'elle m'achete l'appart. !!
Mamie Rose
Hvaða mystíska franska komment er þetta frá anonomys. Mamma? Mjög forvitin.

Vinsælar færslur