litlu airwawes

hér sit ég enn á ný með dýrindiskaffi, fullan maga af croissant (úr búðinni á jarðhæðinni sem selur vörur frá suður Frakklandi,tilviljun?) og með nýju Fall í eyrum. Sú hljómar helvíti vel. En við ástarfuglarnir höfum verið dugleg við tónleikasókn undafarna daga. Fyrst fengum við Eddu til að líta með krílinu og fórum á Sufjan Stevens og the illinoise makers. Það voru allt í lagi tónleikar í afskaplega fallegri kirkju. Í fyrradag fór Arnar ásamt fríðu föruneyti svartklæddra karlmanna á motörhead tónleika og í gærkveldi fórum við Edda á Keren Ann. Sú síðastnefnda var nú ekkert frábær en engu síður skemmtilegt að líta stórborgina augum undir tungsljósi og dreypa á guðaveigum.
Í dag höfum við sett upp fund við annað fólk af okkar tagi,þ.e. barnafólk. Ekki vitum við mikið um þetta fólk nema að pabbinn er rappari og eru tvö börn í spilinu, spennandi?
Ég hef mikið verið að skoða nýju Kristjaníuhjólin þeirra Ilmar og Stellu og er ég alveg græn af öfund. ég lenti sjálf í hjólaævintýri, því ég tók fákinn minn með frá íslandi en varð ég að láta hann í hendur þýsks hjólaviðgerðarmanns vegna punkteraðra dekkja. Sá sveiflaði gráa taglinu og fór eitthvað að tauta im deutschland bla im deutschland blabla. Þá stóðst minn kæri Icefox enga örryggisstaðla og á undraverðum tíma var þessi síðhærði búin að setja handbremsu, lukt ,bjöllu nú og svo til að kóróna verkið festi hann lítið hásæti fyrir litlu prinsessuna. Allt saman fokdýrt og hvort þessir öryggisstaðlar eru til eður ei verður bara liggja milli hluta.

Ummæli

Móa sagði…
jú það er mjög gaman sérstaklega sem vegalengdirnar styttagst til muna á fáknum
Nafnlaus sagði…
Það er kannski eins gott að hjólið sé útbúið í samræmi við þýska staðla. Hér má sekta mann fyrir að vera ekki með glitaugu í dekkjunum og ég veit ekki hvað og hvað.

Og vei þeim sem hjólar ljóslaus eftir myrkur eða tekur hægribeygju á rauðu!

Vinsælar færslur