af múmín og öðru húslegu

Sem sagt hann Jússí tjáði mér það um daginn að hann hefði hitt hana Tove Janson og konuna hennar, meira að segja farið heim til hennar verið með í fórum sínum frumteikningar af Múmínálfunum(hann er sko grafískur hönnuður), þetta þótti mér afskaplega merkilegt. Einnig sagði hann mér að fyrst þegar hann hitti hana var hann aðeins patti og hún var að árita bækur, aðeins farið að slá í hana en hún sat þarna víst í þröngum leðurjakka með risasólgleraugu og sígarettu í kjaftinum. Á Jússí æpti hún og bað hann að tala hærra því hún væri orðin svo gömul.
Af húslegum þönkum, við foreldrarnir fórum aftur með gríslinginn til læknis en þurftum að bíða lengi í þar til gerðu leikherbergi með helling af fínum þroskaleikföngum. Ísold fyrst feimin við börnin hélt í mig á meðan hún lék sér með einni hendi...en svo fór mín að skríða út um allt og reyna leika við hin börnin. Einn á að giska fjögura ára vildi nú ekkert láta trufla sig í kubbaleik og sló næstum til dótturinnar þegar hún ætlaði að taka af honum einn kubbinn, þá rumdi allt í einu í föðurnum svo hátt að allir á læknastofunni frusu og litu til okkar(þetta var magnþrungin mínúta á læknastofunni)Arnar gekk til dótturinnar og tók upp. Drengurinn mætti þungbrýnum Óðni sem ég varð að róa niður og móðir drengsins varð svo einnig að róa hann. Faðirinn kannski ekki of vanur þessum daglegum árekstrum í leik barna og sá því aðeins rautt þegar þegar einhver fór að abbast upp á augasteininn sinn.
mynd tileinkuð Sunnu...

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Leiðrétting: Drengurinn lamdi í brjóst dóttur mínar ákveðið. Ef hann hefði snert hana aftur hefði ég steindrepið hann.
AET.
Nafnlaus sagði…
Bíddu þangað til hún verður unglingur...

Horfði annars á Good Bye Lenin í gær og varð hugsað til ykkar þarna í A-Berlín:)
crazy steve sagði…
Þetta er greinilega vinsælt að leika sér með þessa mjúku stafi.
Við Sunna horfum á myndbans af Ísold á hverjum degi. Uppáhalds videoið hennar Sunnu er þar sem Ísold er að hoppa í rúminu sínu.
Sunna brosir og kjaftar til baka.
Nafnlaus sagði…
Vá hvað Tove Janson var geggjaður töffari! Vissi að hún hafi verið kúl, en þetta toppar náttúrulega allt.
Móa sagði…
1. já hvað gerist þegar barnið fer að umgangast aðra drengi upp á dag, hum.
2. Ísold er líka alltaf að skoða mynd af frænku sinni sem hangir upp á vegg, finnst það voða merkilegt.
3 Töffari, greinilega og djö verð ég að komast í þessa bók þarna með mumin á rivierunni.

Vinsælar færslur