afmæli afmæli

afmæli er eitt yndislegasta fyrirbæri sem ég veit um. Í dag voru slík hátíðarhöld hér, byrjað var á pönnukökubakstri og borað í veggi. Litli bróðir minn sem er hálfu höfði hærri en ég, hjálpaði til við að leggja lokahönd á heimilið. Klóssetpappírshaldari, hankar allt fest upp í undarlega fratveggi. Svo fórum við litla stórfjölskyldan, Mamma og Júlían eru s.s í heimsókn. Við gengum borgina endilanga(eða eins mikið og hægt er á 6 klukkutímum) sáum unter den linden,borðuðum currywurst á hlaupum, fórum á klóssetið í humboldtháskólanum, brandenborgartor, fengum að fara framfyrir í Reichstag vegna barnavagns, enduðum svo á súrealísku Potsdamer platz(held ég hafi séð skíðabrekku,Hum!). Dagurinn síðan fullkomnaður á besta ítalska veitingastað þýskalands(svo segir í lonely planet, ekki ljúga þeir)..hljómar ótrúlega, en þessi veitingastaður sem er við okkar götu er líklega besti ítalski veitingastaður sem ég hef farið á(magnað hvað ítalskur matur getur verið góður). Lítill, troðfullur af fólki, innréttingar hefðbundnar ekkert sérstakar(að sjálfsögðu köflóttir dúkar), maturinn himneskur,vínið guðdómlegt, desertinn hreint yndi. Þjóninn talaði ítölsku/frönsku/þýsku við okkur allt í bland, va bene...ó já va bene! Nú skálum við í alvöru kampavíni fyrir afmælum og fæðingum....

Ummæli

Nafnlaus sagði…
hver átti afmæli? mamma þin? Júlían?
Verð að koma til ykkar og borða á ítalska veitingastaðnum. Hlakka til að sjá þig eftir rúman mánuð

Vinsælar færslur