'Eg sit hér í hótelherbergi í Köln, dóttir mín liggur í rúminu, veik. Það byrjaði smá vegis í nótt en í u-bahninum á leið á zoo stöðina byrjaði litli gullmolin okkar að kasta upp, þið getið ímyndað ykkur að það var ekki fögur sjón. Fjögurra tíma lestarferð til Kölnar varð síðan afar löng, litla skinnið okkar afar slappt og við litin hornauga af önugum frökkum. Þegar við loks lentum hér hentumst við í leigubíl, risastór mjög drungaleg dómkirkja(býst ég við) gerði okkur bylt við og komum við hingað á hótel Ibis.
Og hér erum við enn í mjög litlu hjónaherbergi en voða fínu, Aet fór að vinna en keypti netið í sólarhring þannig best er að nýta það. 'Eg var að enda við að þvo tvö pils, tvo boli og náttkjól(alklæðnað minn í Köln) með handsápunni vegna ástandsins. Herbergið lyktar ekkert sérlega vel eftir ósköpin sem gengið hafa á, við erum búin að fá annan skammt af handklæðum. Sem sagt ef við fáum aldrei aftur að gista á Ibis þá er það ekki vegna Depp/Moss rokklifnaðar þó útkoman á herberginu sé öruglega ekkert ósvipuð. En ég vona nú að Ísold mín jafni sig alla veganna virðist hún sofa vært.
Og hér erum við enn í mjög litlu hjónaherbergi en voða fínu, Aet fór að vinna en keypti netið í sólarhring þannig best er að nýta það. 'Eg var að enda við að þvo tvö pils, tvo boli og náttkjól(alklæðnað minn í Köln) með handsápunni vegna ástandsins. Herbergið lyktar ekkert sérlega vel eftir ósköpin sem gengið hafa á, við erum búin að fá annan skammt af handklæðum. Sem sagt ef við fáum aldrei aftur að gista á Ibis þá er það ekki vegna Depp/Moss rokklifnaðar þó útkoman á herberginu sé öruglega ekkert ósvipuð. En ég vona nú að Ísold mín jafni sig alla veganna virðist hún sofa vært.
Ummæli