Friðþæging útgefandans, útgáfa II

Kannski er óviðurkvæmilegt að skrifa þetta hér en þar sem ég er nú er einmitt á menningarhátíð í Köln sem ég hef ekki tök á að sjá þá ætla ég að gefa "menningu" gaum. Var nefnilega að skoða lesbókina í dag, þar var grein um pabba. Já hvað skal segja, einhvern veginn langar mig helst til að hringja í pabba. Við myndum hlægja að þessu og með einni setningu myndi hann afgreiða þetta endemis þrugl. Aldrei var pabbi hrifinn af bókmenntafræðingum og alltaf skil ég betur og betur hvers vegna. Allt þykjast þeir vita, nægir ekki að tala um fjárans bókmenntirnar. Þessi anskotans póstmódernismi hefur gefið þeim skotleyfi á allt mögulegt allt frá nafngiftum á hárgreiðslustofur til göngulags fólks. ekki er ég að reyna fegra ímynd föður míns en pabbi hætti að reykja fílterslausar fyrir langalöngu og ekki var hann róni þó það þjóni kannski þessari mýtu betur. Þessi grein er óskiljanlegt rugl sem angar af hroka og jafnvel biturð, því þarna er hann ekki að lýsa pabba. Það er reyndar skiljanlegt að pabbi væri aldrei viðræðuhæfur við hann.
Er þetta kannski dulinn auglýsingatexti fyrir Hallgrím Helgason, hugsaði ég.

Eftir Jónas H.
Hvurs er að dyljast? harma sinna þungu,
hlægja þeir öld, er ræður þeim ei bót;
hvurs er að minnast? hins er hvurri tungu ---
huganum í svo festa megi rót ---
ætlanda væri eftir þeim að ræða,
sem orka mætti veikan lýð að fræða.

Ummæli

Tinna Kirsuber sagði…
Heyr heyr! Vel orðað Maó minn :*

Vinsælar færslur