þriðjudagur, 15. nóvember 2005

Ég mun aldrei gleyma því þegar litlu frændsystkini mín voru að kenna mér að segja Maó á kínversku, (mááá ef mig minnir rétt) eða í þau ófáu skipti sem þau kitluðu mig þangað til mér fannst ég ekki ná andanum. Svo mun ég aldrei gleyma því þegar ég skildi litlu frænku mína eina eftir í kvennaklefa kópavogslaugar(hvað þá fyrigefið mér það). Nú er þessi umrædda frænka mín búin að eignast litla yndislega stelpu sem ég get ekki hætt að skoða myndirnar af.
En nú verð ég að þjóta í klippingu sem hún mamma var svo góð að gefa mér fyrir, tjúss.

3 ummæli:

blaha sagði...

Við skulum bara vona að hún Ísold verði vinalegri við litlu frænku sína.

Sóla sagði...

Hlakka til að sjá ykkur í des... en samkvæmt "reglunum" þá á ég bara rétt á tveimur mánudögum í frí um jól og áramót..æjæjæ.. á eftir að fiksa þetta við yfirkonuna..

Stella sagði...

Ég man ekki eftir þessu með kvennaklefann í Kópavogslauginni svo ef þér er er einhver huggun í því þá er ég löngu búin að fyrirgefa þér þetta :-)