Kölnarvatnið

Við sitjum hér uppí herbergi sem ég er farin að þekkja afar vel. Við teigum rándýrt ískalt vatn frá hótelbarnum náföl í framan. Pestin náði sem sagt í okkur öll, ég fékk hana í nótt og nú síðast Arnar með kvöldinu. Góðu fréttirnar eru þær að Ísold mín er búin að jafna sig og sefur nú vært. Í fyrramálið er svo lestin tekin heim, fréttir herma að þar sé veturinn kominn og meira að segja hafi snjóað!
Af Köln sá ég eitthvað, fór með góðum vini mínum honum Magga í göngutúr um verslunargötunar, sáum jólamarkað, borðuðum rándýra samloku á Peter Ustinov veitingastað og enduðum á því að skoða þessar ógnarlegu Dómkirkju sem er ein magnaðasta sem ég hef nokkurn tíman augum litið. Reyndar sáum við í dag þegar við fórum loks öll út úr hótelherberginu í leit að opnu apóteki(árángurslaust) að hér eru kirkjur gersamlega á hverju horni.
Fyrir áhugasama vini um líf okkar í germaníu þá setti ég inn myndir af íbúðinni okkar.
Þangað til næst...

Ummæli

AnnaKatrin sagði…
vona að það séu ælupokar í sætisvasanum fyrir framan ykkur í lestinni. En annars sendi ég bara góða og fallega strauma til ykkar góða fólk. ak.
p.s. ég er svo forvitin að mér fannst virkilega gaman að sjá myndirnar af vistarverum ykkar.
Tinna Kirsuber sagði…
Vá, huggulegt hjá ykkur! Ég get ekki beðið eftir því að koma í heimsókn :)
Dásamleg íbúð. Ég á svo smekklega vini. Ég myndi ekki hafa áhyggjur af því að sófinn verði hvítur mjög lengi, Ísold á eftir að myndskreyta hann fyrir ykkur. Annars langar Eirík í nýtt áklæði á sófann okkar, við getum kannski bara skipt.

Vinsælar færslur