miðvikudagur, 23. nóvember 2005

listalistalistar

Pestin hefur eitthvað haldið áfram að herja á okkur og þá sérstaklega hana Ísold, ég var nú orðin voða hrædd um hana þangað til ljósmóðir mín á íslandi sagði mér að lítil kríli eru lengur að jafna sig á svona ælupestum. Það var voða gott að heyra í ljósmóðurinni þó ég hafi nú áorkað að panta tíma hjá lækni á þýsku. En ég hef undanfarið saknað töluvert þessarar öryggistilfinningar sem ég finn hvergi annars staðar en á skerinu norður í atlanshafinu. En okkur líður nú samt voða vel á heimilinu okkar, kannski kemur öryggistilfinningin með málinu.
En svona til að hressa upp á bloggið svara ég hér kitlinu hennar tinnu, þó pínu feimin ég sé við þetta....
here goes
7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. ferðast um mongólíu, madagaskar og Írland.
2. ganga á esjuna, laugaveginn, arnarvatnsheiði, hornstrandir og keyra gæsavatnaleið.
3. lesa mest allt bókasafnið hans pabba.
4. eignast mína eigin sundlaug.
5. giftast með pomp og pragt.
6. eignast fleiri börn.
7. búa í færeyjum.

7 hlutir sem ég get gert:
1. hlegið endalaust.
2. gleymt mér og tímanum.
3. búið til gott mousaka og mousse au chocolat.
4. grátið úr mér augun.
5. lesið hratt.
6. sett saman húsgögn...úr íkea.
7. sett tunguna upp að nefbroddi(þá er maður skáld segir þjóðsagan).

7 hlutir sem ég get EKKI gert:
1. neitað mér um sætindi.
2. svarað nógu vel fyrir mig.
3. farið í brú eða hlaupið hratt.
4. borðað þorramat.
5. horft á Lost highway.
6. logið almennilega.
7. verið vandvirk.

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
1. Gáfumenni samt ekki í hrokafulla kantinum
2. einlægni
3. réttlætiskennd
4. húmor
5. Krullótt hár, skegg
6. gleraugu
7. göngulagið hans arnars...

7 frægir karlmenn sem heilla mig:
1. Arnar Eggert Thoroddsen
2. Will Oldham
3. Marc Ruffalo
4. Marc kozelek(Red house painters)
5. Marc Eitsel(American Music club)
6. Woody Allen
7. Noam Chomsky

7 orð sem ég segi oft:
1. "goddam"
2. merde
3. ó ó
4. magnað
5. crazy in love
6. gríslingur
7. litla skinn

7 manneskjur sem ég kitla:
1. tinna á
2. ilmur
3. edda
4. baldur
5. Rúna
6. Anna Katrín
7. Valdís

1 ummæli:

blaha sagði...

Ég er ofsa kítlin.