föstudagur, 4. nóvember 2005

nokkrar nýlegar myndir úr the city of luv........ merktar Berlín.
Kíkið á þetta krakkar, þarna er ein mynd sérstaklega tileinkuð þeim Þuru og Sólu, Ein mjög skemmtileg móumynd, og ein misheppnuð mynd. Misheppnaðar myndir eða myndir þar sem maður myndast alls ekki vel eru áhugamál mitt því photosjoppaður heimur þykir mér lítið áhugaverður.

4 ummæli:

kriss sagði...

Halló Móa og fjölsk.
var að koma frá Berlín, áttum frábæra daga. Fórum í góðan túristavænan göngutúr, borðuðum á Yosoy tapas bar, Nocti vagus (blinda veitingastaðnum) og á Mirchi;singapore stað við Oranienburger strasse. Vorum rosa ánægð nema á tapasbarnum. Hittum ekki á neina góða klúbba..varð til þess að við héngum á Erdbeer og drukkum kokteila. Fundum hvergi góða tónlist, reyndum á Kaffi Burger en þar var bara Chuck Berry. Löbbuðum um í Prenzlauer Berg, fórum í ljósmyndakassann og fengum okkur bjór á Maxim Gorky. Okkur fannst Berlín æðisleg! Vonandi hafið þið það gott þarna..!
Kristján Freyr (..vinur hans Gumma frá Ísafirði)

pipiogpupu sagði...

En gaman að heyra Kristján, við fílum líka borgina geðveikt þó enn eigi margt eftir að skoða. Til hamingju með giftingunna og skilaðu kveðju til Gumma ef hann skyldi ekki vera einlægur aðdáandi heimasíðu minnar;)

baldur sagði...

Jæja þá kæra frænka! Eg hefi nú formlega klukkað yður og vænti viðbragða hið fyrsta :)

sinna sagði...

halló móa mín, ég vildi bara kommenta smá en svo lofa ég að senda e-mail hið fyrsta.
þetta lítur allt ótrúlega vel út hjá ykkur og mér sýnist þið bara hafa það ansi gott.
Við doddi ætlum að fara til berlínar í næsta ferðalagi, bara strax í vor vonandi ef við verðum ekki komin í massíva vinnu, smá útlit fyrir það.
en ég er byrjuð að vinna á mogganum!!! ótrúlegt en satt.
anyways, bið að heilsa familíen og þér sérstaklega vel.
þín sigurhanna