miðvikudagur, 16. nóvember 2005

Síðla dags á degi Íslenskunnar hlusta ég á færeyska tónlist, Jónas horfir á okkur hér í stofunni, myndina af Jónasi fékk ég frá pabba. Ég var í þýskutíma, kennarinn minn snotur kona á fertugsaldri sagði okkur að hún væri frá Leipzig. Það fyrsta sem ég hugsaði hvernig lífi skyldi hún hafa lifað í DDR....og hún las einmitt hugsanir mínar og sagði, Bitte frage um DDR eg get sagt ykkur allt. Þá að sjálfsögðu hrönnuðust upp spurningarnar og ég kom engri út úr mér en eitt sagði hún okkur. Þau fengu bara banana og appelsínur á jólunum og appelsínurnar voru grænar. Síðan tókst mér að komast undan
ágjörnu kínversku stelpunni og Marco frá Mílanó, fór því bara ein í minn U-bahn sat við hliðina á illa lyktandi litlum beygluðum manni ég fór sjálfsögðu að hugsa um hvort hann hefði fengið grænar appelsínur eða appelsínugular.

2 ummæli:

blaha sagði...

Viltu spyrja næst hvort það er hægt að borða grænar appelsínur?

Ilmur sagði...

hæ.
Það er ein frá lettlandi í bekknum mínum og hún sagði að þegar hún sá banana í fyrsta skiptið þá hafði hún ekki hugmynd um hvernig ætti að borða hann og beit bara í hann með hýðinu og öllu....