föstudagur, 25. nóvember 2005

Það snjóar í Prenzlauer Berg

Og það snjóar enn og alltaf gleðst ég yfir litlu hlutunum. Ísold lærði að segja vá þegar við litum út um gluggann í morgun og báðar skríktum við.
Og hvað afrekuðum við svo í dag, við fórum til Artz(læknir) það var auðvitað lífsreynsla, þessi kort frá tryggingastofnun sem eiga auðvelda manni lífið þykja mér ekki auðvelda neitt. Allar upplýsingar á kortinu og leiðbeiningar skrifaðar á íslensku
og þeir kannast bara ekkert við þetta fyrirbæri. Well, komumst þó að því að hér er svaka velferðakerfi, allt ókeypis meira að segja lyfin. Hjá lækninum voru voða mörg börn og ekki furða miðað við fæðingartíðnina hér. Artzinn hjálpaði okkur heilmikið og ráðlagði en eitt þótti mér merkilegt en hann talaði um te sem vökva fyrir Ísold, en vegna pestarinnar missti hún mikinn vökva, litla skinnið mitt. Jæja við keyptum baby-te í biofrish markt.
Gleymdi einu, læknirinn er bæði venjulegur læknir og hómópat...sem er fremur algengt virðist vera hér...þeir eru svo natural þessir þjóðverjar.
Á Raumerstrasse er svo læknir sem heitir Isolde Gottschalk..... ætli Ísold verði gott skáld, verð nú að hlaupa því umrædd er komin í annað herbergi.

5 ummæli:

Ilmur sagði...

gaman að heyra að þið njótið "alvöru" velferðarríkis. Hér er einnig ekki hægt að kvarta. Fór með Ými í rör í eyrun aðgerð og það kostaði núll krónur sem og allar heimsóknirnar til sérfræðingsins. Á íslandi borgaði ég um tíu þús fyrir aðeins aðgerðina...

pipiogpupu sagði...

það er otrulegt hvað velferðakerfið a skerinu er svo litið velferðaerfi eftir allt saman

thura sagði...

Allur snjór farinn hér vona að það verði samt komin alvöru jólasnjór til að taka á móti ykkur eftir 1/2 mánuð. Mikið hlakka ég til að sjá ykkur.

Sóla sagði...

.. Ég sat við hliðiná 4 ára stelpu í flugvél um daginn og hún bað um te með einum sykurmola!!! og drakk það allt...
svo sá ég Arnar í sjónvarpinu í gær, í kastljósi, honum brá aðeins fyrir í viðtali við Mugison.

Nafnlaus sagði...

You can run but you cant HIDE Addi Rokk, Best Regards M.Í