Sunnudagarnir hér í Pberg þykja mér bara nokkuð ljúfir, kannski af því enginn mánudagskvíði hangir yfir mér. allt er rólegra án þess að vera ömurlegra, búðir eru lokaðar og maður finnur virkilega að allir eru í fríi. Berlínarbúar fara í brunch á kaffihúsum og taka því rólega...við Arnar og 'Isold ásamt gestum strolluðum niður á bar Gagarín(rússneskur brunch ummmm) og viti menn við sátum úti. Já þetta veður er fremur tíðindalítið hér. Nú svo var farið á Mauermarkt, markaður á svæði sem var einu sinni svokallað dauðasvæði milli austurs og vesturs. Þar keypti mamma mín handa okkur stórann spegil, dúk og fleira í litla hreiðrið okkar. 'I gær var þvílíkt matarboð, tvær stórfjölskyldur mættar með tilheyrandi látum, nautasteikur á liðið og fólk bara kátt.
En annars kæru vinir þá komum við til íslands um miðjan des, staðreyndin er að ég hlakka geðveikt til að berja augum þetta sker og litlu snjóbúanna mína.

Ummæli

Vinsælar færslur