Fjölskyldubíll


Í síðustu viku örkuðum við í dótabúð hér á Raumerstrasse, þar er heill heimur af leikföngum og festum við kaup á nokkrum. Við ákváðum að hún fengi bara stóru pakkana fyrir jól. Þar sem við ætlum til Íslands(þann 15. eru þið byrjuð að telja niður?) verðum við að drífa vertíðina af, engir flutningar fram og til baka og bara litlir pakkar frá okkur við jólatréð...Þetta hljómar ansi fullorðins og skynsó kannski en auðvitað er þetta aðeins til þess gert að hafa meira pláss fyrir alla stóru pakkana sem við fáum frá ykkur(djók)!
Jæja alla veganna fékk dóttirin trékubba, einhverskonar grind sem mun líklega verða til þess að Ísold verði verkfræðingur eða nóbelsverðlaunahafi og svo síðast en ekki síst BÍL.... og enginn smá AUTO, bleikur strandbíll. ÚLALA hugsið þið líklega á að ofdekra barnið. Þið verðið náttúrulega að athuga að á meðan dvöl okkar á Íslandi stendur mun hún eiga sín fyrstu jól og einnig sitt fyrsta afmæli, svo hjálpar auðvitað að mamman er dótaóð og hefur það ekkert dvínað með árunum.
Annars hefur umtöluð það gott er afskaplega kát með framtak okkar, dundar sér mikið með kubbunum og grindina. Svo er hún alltaf að ýta bílnum á undan sér og burra. Hún er auðvitað búin að komast á lagið með að fara á bílinn og af og flauta með bílflautunni, ekki að spyrja að henni;).

Ummæli

Tinna Kirsuber sagði…
Ég hlakka a.m.k. til að fá ykkur heim :D
Nafnlaus sagði…
Er hægt að kaupa raunverulegan playa bíl handa mér?
Nafnlaus sagði…
Erum að bíða eftir að þið lendið svo hægt sé að knúsa ykkur öll. Hlökkum til að sjá ykkur. Þorgerður og Brynja
Nafnlaus sagði…
Ísold er algjör skvís á bílnum. Skyldi hún hafa erft strætógenið?

Vinsælar færslur