Föðurland er hugarástand

Mig bráðvantar nýtt föðurland( sem það hér með á óskalista), buxurnar sem ég keypti í fyrra eru löngu búnar að syngja sitt síðasta og nú er bara brjálæðislega kalt hérna. Síðastliðinn föstudag fórum við í mjög skemmtilega og fræðandi göngu um Berlín. Við heimsóttum meira að segja gröf Hegels og komumst að því að kona hans heitin átti sama afmælisdag og ég. Alla veganna þegar heim var komið varð ég að fara í klukkutímalanga sturtu til að fá hita í kroppinn. Fór út áðan á hjólinu hélt það væri búið að hlýna vegna þess að það væri rigning, nei staðreyndin er sú að það var enn kaldara vegna meiri raka,brrrrrrrrrrrrrrrr... Nú er ég farin að hlakka til að koma í hlýjuna til Íslands! Ótrúlegt að ég sé raunverulega að hugsa þetta.

Ummæli

Vinsælar færslur