Hvað hef ég svo gert á íslandi hinu góða. Jólahátíðin hefur farið afskaplega vel fram á nýja fjölskyldusetrinu mínu. Eftir þokkalegan skerf af jólakortagerð, innpökkun og dramatík hófust hátíðarhöld. ég fékk sérstaklega fallegar gjafir, er búin að hitta fjölskyldu og vini.Hef innbyrgt alls kyns kjöt,súkkulaði og jólaöl.
Djammaði um síðustu helgi eins og ég hefði aldrei gert neitt annað. Auðvitað hef ég verið nógu lengi til að bölva veðrinu og verðinu. Svo hef ég lesið allt of lítið( er að stríða við hræðilega lesstíflu).Unnið á virðulegu kaffihúsi þar sem kakóið bókstaflega flóði á Þorláksmessu en yndislegar vinkonur mínar reka nú TÍU DROPA. Allt í einu finnst mér reyndar eins og allir séu búnir að breytast í virðulega kaffihúsaeigendur, kennara, fjármálajöfra eða lækna,held samt að þetta sé allt saman bráðþroska lið og hef því engar áhyggjur af undirritaðri.
Og hvað á ég eftir að gera;
Fara í sund auðvitað.
hanga með vinum og fjölskyldu meira.
Halda upp á eins árs afmæli.
Lesa trilljón bækur.
áramót... með tilheyrandi.
fara í bíó.
Man ekki fleira í bili.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Fengum jólakortið í dag,
Algjört æði, takk fyrir:o)
Gleðilegt nýtt ár og góða skemmtun í kvöld;o)
Edda og Co
Edilonian sagði…
Til hamingju með eins árs afmæli Ísoldar Skvísoldar!
Hlökkum til að fá ykkur heim;o)
Edda og Co

Vinsælar færslur