við Ísold settum skóinn ekkert út í glugga í fyrri nótt og vorum ekkert að pæla í þessu í morgun. En þegar við komum svo að kerrunni niðri í gangi þá sat þar bangsi með jólasveinahúfu, greinilega ætlaður prinsessunni, Stekkjastaur....? eða hvað, alla leið til þýskalands, eða kannski herra hamar(kannski er hann jólasveinn í útlegð sem húsvörður)og hann dýrkar Ísold! Merkilegt ef þið vitið eitthvað gefið ykkur fram.

Ummæli

Móa sagði…
kommon you people
AnnaKatrin sagði…
einhvers staðar þurfti jólasveinninn að láta dótið, enginn var skórinn þannig að eðlilegt er að hann hafi látið dótið í kerruna, er það ekki?

Annars hef ég engin tengsl við jólasveinana að mér vitandi og þetta eru bara getgátur mínar um vinnulag jólasveinanna...
Nafnlaus sagði…
'eg hef heyrt að jólasveinninn viti alltaf hvar maður er. Hann fann okkur allavega þegar við bjuggum í noregi, þannig að hann ætti vel að geta fundið Ísold í Berlín.
Hlakka til að sjá ykkur!!!
Móa sagði…
jólasveinninn rataði nú aldrei til suður frakklands(engin biturð, huhum) en þau fáu jól sem ég varði á íslandi reyndi ég að bæta það upp með því að setja vaðstígvél út í glugga;)

Vinsælar færslur