Einu sinni

Einu sinni ætluðum við pabbi að stofna ferðaskrifstofu sem átti að heita Í fótspor Grettis, ferðirnar áttu sem sagt að ganga út á það að þvælast á alla þessa staði sem hann Grettir Á var að þvælast um, sofa undir berum himni eða stelast í fjárhús reynt að finna einhverja svía til að slást við eða láta íslenska ólátabelgi slást við tilvonandi viðskiptavinina. Nú svo væri boðið upp á hrátt kindakjöt og fornan mat(gamlan eða súran) En rúsínan í pylsuendanum væri Drangeyjarsundið og skilyrðislaus þáttaka auðvitað. Það sem leiðsögumannastarfið gerir manni, ha.
Ég er viss um að þjóðverjar myndu falla fyrir þessu þeir eru með svo pervertískan áhuga á íslandi nú svo væri auðvitað hægt að gera fjandi góðan raunveruleikaþátt úr þessu, Grettir sterki eða eitthvað svoleiðis.
Alls ótengt þessu þá datt mér í hug að ef ég ætti að skrifa svona alternatíva lifa í Berlín handbók myndi ég eyða miklu plássi í flokkun sorps:(ekki hætta lesa þetta verður mjög spennandi eftir smá)
Jæja málið er að þýðverjar eru fanatískir sorpflokkunarmenn, í portinu okkar standa margar tunnur og fyrst þegar við fluttum hingað pældum við ekkert mikið í þessu. Þar til einn dag þegar hann herra Hamar(húsvörður) stoppaði Arnar í stigaganginum og sagði "Der mull sortieren", eftir það upphófst okkar sorpflokkunarsjálfsnám.
Til að auka á spennuna kemur smá upptalning ÚHA!!
Það er sem sagt ein almennt rusl tunna, ein fyrir umbúðir(ótrúlegt hvað mikið er í umbúðum), pappír sér, hvítt gler, brúnt gler og grænt(man ekki hvort það er í einni eða tveim), glært gler svo er ein fyrir lífrænt rusl og pappakassastatíf. Þetta er ótrúlegt. Þetta krefst auðvitað mikillrar skipulagningar í eldhúsinu og nú er svo komið að í hvert skipti sem við löbbum hæðirnar fimm niður er alltaf lítill poki með í för sem á að fara í einhverja tunnuna. Ég er samt enn skíthrædd við að hitta herra Hamar og ef það gerist er ég sannfærð um að hann sjái að ég hafi óvart sett bananahýðið í umbúðapokann en ekki lífræna.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
ég man þegar ég sá svona fimm gata ruslatunnu á lestarstöð í Köln. Er slíkt á götum Berlínar??
Tinna Kirsuber sagði…
Æji!!! Ég missti af þér á msn-inu... Komdu aftur Móa, komdu aftur!

Vinsælar færslur