Enn herjar á okkur heljarmikið síberíufrost(Jússa og Maju finnst þetta nú ekkert miðað við heimahagana sína þar sem nú er 33 stiga frost), einhver teikn eru þó á lofti að eigi að hlýna um nokkrar mínusgráður á næstu dögum. Við höfum verið dugleg við að halda okkur inni en í gærkveldi fórum við í kvöldverðarboð í Kreuzberg og splæstum leigubíl á okkur vegna kulda. Þar fyrirhittum við tónlistarmenn og aðra listfengna berlínarbúa sem vildu meina að Ísold hefði mikinn takt í sér og væri jafnvel efni í trommuleikara. En nú er Ísold mín farin að labba um alla íbúð, á labbi um íbúðinna má oft sjá hana reyna smella fingrum sem okkur finnst auðvitað stórmerkilegt.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Ummæli