miðvikudagur, 11. janúar 2006

Hettusótt eða eitthvað þaðan af verra. Ég er gjörsamlega raddlaus, átti eina hörmulegustu nótt allra tíma(væl, væl ég veit verið fegin að ég er ekki að hringja í ykkur og láta vorkenna mér) fékk eitt mesta kuldakast allra tíma. Hvað sem ég reyndi að kuðla mig að mínu mennska teppi, breiða yfir mig eins mikið af ábreiðum og ég náði í án þess að fara undan sænginni þá gekk ekkert, hélt ég væri að deyja. Svo vaknaði ég auðvitað í hitabeltisloftslagi og hélt að ég næði ekki andanum. Einhvers staðar þarna á milli sá ég alls kyns sýnir fyrir utan gluggann eins og svarthærða konu í miklum hvítum kjól. Arnar hefur séð um að hjúkra mér og hugsa um barn og bú. Óþarft að taka fram að hann hefur staðið sig með prýði, herramaðurinn minn.
Já svona er lífið í Janúar.

0 ummæli: