Komin heim

til Berlínar í þetta skiptið, og ekki svo slæmt. Enn erum við ekki farin út úr húsi því við vorum misilla farin eftir ferðina miklu.
Fasistaflugfélagið flugleiðir hefur nú í tvö skipti sett okkur aftast í vélina í algerum keng og ónotum. Það er víst einhver hefð að troða barnafólkinu aftast, hvers vegna get ég ekki ímyndað mér ; til þess að trufla ekki saga klass fólkið kannski oijbaRASTA. Það ætlaði nú að gera útslagið þegar ónefnd leikkona með rödd sem fer alveg í mínar fínustu fer að leiða okkur í dásemdir þess að vera á Saga #$%#$#% CLASS og að sjálfsögðu á yfirstétta ensku. Það er náttúrulega út í hött að lággjalda flugfélögin Easy jet og Ryan air skuli gera svo miklu betur við mann, setja barnafólk í forgang ( þau vita líklega að ef börnin eru ekki óánæg og grátandi allan tímann þurfa hinir farþegarnir ekki að hlusta á grátur alla flugferðina). Svo ég haldi áfram kvartinu. Þá þegar við komum loks á Shonefeld Airport og fórum að ná í taxa, Ísold stjörf af þreytu og pirri, þá vildi enginn taxi taka okkur. Það er nefnilega ólöglegt að taka börn nema vera með tilhlýðilegt sæti. Allt í lagi með það en þarna stóðum við í kuldanum 20 leigubílar og enginn þeirra með sætið. Hvað á maður að gera þá, horið rennandi úr nös Ísoldar og ég við það að missa stjórn á mér, ef það eru lög að hafa barnastóla þá ættu að minnsta kosti einhverjir leigubílar að vera með svoleiðis... Allir hristu þeir hausinn þar til góðhjartaður leigubílstjóri sá aumur á okkur og sagðist eiga börn sjálfur. Jæja guði sé lof fyrir manngæskuna og samhyggðina.
Annars gerðum við smávægis útúrdúr á ferðalaginu og lögðum leið okkar til Ámágri nánar tiltekið að Hollendingadýpi, þar hittum við fyrir hana Stellu Soffíu og Áslaugu Eddu. Það var nú ósköp notalegt að geta hvílt bein á alvöru heimili en ekki stálköldum flugvellinum, fá ábót á pelann hennar Ísoldar og auðvitað ekki síst að berja augum nýja frænkuna sem er forkunnarfögur og alveg ofsa róleg og góð.

Ummæli

Hreggi sagði…
Ranglætið er varla réttlætanlegt! Niður með svínin!
H

Vinsælar færslur