nokkrir sólargeislar og gylltir tónar
Fór út fyrir húsins dyr, augun þoldu næstum ekki magnið af birtunni sem tók á móti mér um leið og ég steig út. Ég lygndi aftur augunum og leyfði geislunum að skína á lúnu augun mín, ó þvílík sæla. Minn nýji háls,eyrna og neflæknir úrskurðaði mig á góðum batavegi. Ég tók svo lengri leið heim gekk um hverfið sem var ekkert svo grátt undir vetrargeislum og heimþráin sem hefur herjað á mig í þessum veikindum minnkaði töluvert. Í kvöldmat eldaði ég pizzu og fann frábæra útvarpsstöð sem spilar aðeins slagara, whitney houston,Nena,Abba,beatles,byrds og auðvitað Stones(í þessu rituðu orðum hljómar joleen með hini einu sönnu Dolly). Við mæðgur dilluðum okkur við gyllta tóna. Arnar fór út með ruslið, þegar hann kom úr þeirri ferð færði hann mér plötu með einni af mínum uppáhaldssveitum, lalipuna. Platan er einkar snotur að sjá og ég get ekki beðið eftir að heyra tónanna sem verður víst að bíða nálarinnar sem þarf að endurnýja.En á meðan les ég allmusic þar eru taldar upp stemningar/moods sem tónlistin þeirra skapar:
* Melancholy* Restrained* Soft* Somber* Tense/Anxious* Trippy* Warm* Rousin* Hypnotic
* Eerie* Detached* Soothing* Smooth* Clinical* Cerebral
Einnig eru talin upp þemu sem tónlistin fjallar um
* The Creative Side* Comfort* Housework* At the Office
Freistandi!
* Melancholy* Restrained* Soft* Somber* Tense/Anxious* Trippy* Warm* Rousin* Hypnotic
* Eerie* Detached* Soothing* Smooth* Clinical* Cerebral
Einnig eru talin upp þemu sem tónlistin fjallar um
* The Creative Side* Comfort* Housework* At the Office
Freistandi!
Ummæli