sólargeislinn
Jæja nú þykist ég vita að margir sem skoða þessa síðu eru aðeins að bíða eftir fréttum af litla sólageislanum okkar en ekki til að lesa endalausar, fúlar og egóískar fullorðinsfréttir.
Ísold sem sagt dafnar vel eftir heimkomu mér finnst hún vera breytast töluvert núna. Hún er ekkert smábarn lengur heldur krakki sem er meira að segja afskaplega ræðin og kát.Helstu orðin eru mamma og baba svo er ég farin að heyra da(takk), ba(bless) og ja(já)....annars talar hún og syngur alveg frá morgni til kvölds. Eftir átak fyrir jól er komin regla á svefninn og sefur hún frá átta á kvöldin til 7/8 á morgnanna, þetta þýðir auðvitað harkan sex á morgnanna. Þrátt fyrir miklar sýningar á afmælisdaginn er hún ekki farin að ganga neitt mikið en þegar hún sleppur hún sér gengur hún til hliðar eins og krabbi, hliðar saman hliðar. Henni finnst gaman í kubbunum að taka þá upp úr og setja í boxið, en mest spennandi eru eldhússkáparnir; pottar, pönnur og hrísgrjónapokar..úha.
Næstu mál á dagskrá er að berjast við drekann þýskaskriffinskubáknið og koma barninu á leikskóla.
frænkurnar Sunna og Ísold á Íslandi um jólin(mynd tekin af ömmu Bryndísi)
Ísold sem sagt dafnar vel eftir heimkomu mér finnst hún vera breytast töluvert núna. Hún er ekkert smábarn lengur heldur krakki sem er meira að segja afskaplega ræðin og kát.Helstu orðin eru mamma og baba svo er ég farin að heyra da(takk), ba(bless) og ja(já)....annars talar hún og syngur alveg frá morgni til kvölds. Eftir átak fyrir jól er komin regla á svefninn og sefur hún frá átta á kvöldin til 7/8 á morgnanna, þetta þýðir auðvitað harkan sex á morgnanna. Þrátt fyrir miklar sýningar á afmælisdaginn er hún ekki farin að ganga neitt mikið en þegar hún sleppur hún sér gengur hún til hliðar eins og krabbi, hliðar saman hliðar. Henni finnst gaman í kubbunum að taka þá upp úr og setja í boxið, en mest spennandi eru eldhússkáparnir; pottar, pönnur og hrísgrjónapokar..úha.
Næstu mál á dagskrá er að berjast við drekann þýskaskriffinskubáknið og koma barninu á leikskóla.
frænkurnar Sunna og Ísold á Íslandi um jólin(mynd tekin af ömmu Bryndísi)
Ummæli
hvað get ég sagt...
síðasti þingmaður,
heyr.