Ísold eins árs


fyrsta baðið

lúr í vöggu

í hitakassa(ein fyrsta myndin)

ísold á nýarsdag í baði
Nú er að verða nákvæmlega ár síðan Ísold kom í heiminn eða skaust út þannig að ljósmæður þurftu að hafa sig allar við til að grípa hana. Hún var strax látin í fang mitt, fjólublá og pínulítil með risastór galopin augu bítandi í neðri vörina. Hún líktist helst litlum froski. Arnar stóð yfir mér grátandi með bros út að eyrum og þegar var farið með hana í hitakassa fylgdi hann á eftir þannig að ekkert færi milli mála. Hún var í hitakassanum í 2-3 tíma til að jafna sig á útkomunni. Við fengum hana svo í hendur stálslegna og vörðum nóttinni í að horfa á nýju manneskjunna.
Úti var bylur og myrkur, litla vetraprinsessan fékk strax nafnið Ísold sem mér finnst hæfa henni afar vel.
Í dag svo ári síðar var haldin veisla með barbapabbaköku og ástvinum. Ísold í prinsessukjól gerði sér lítið fyrir og fór að labba, þ.e sleppti sér og labbaði fáein skref þar til hún datt eða greip í eitthvað fast og þetta gerði hún fram á kvöld þannig að skrefin urðu fleiri í hvert skipti.
Síðasta ár hefur verið mjög merkilegt í mínu lífi, það er svo margt sem ég er farin að skilja betur. Pabbi var vanur að tala við mig á afmælisdaginn hvar sem ég var í heiminum og segja mér frá því þegar ég kom í heiminn, fannst hann aldrei hafa sagt það nógu oft þegar vorið hófst í Aix um árið.
fjölskylda og vinir takk fyrir öll smsin, kveðjurnar, gjafirnar og fallegu orðin.
Gleðilegt nýtt ár

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Til hamingju með Ísold:)
Nafnlaus sagði…
Til hamingju með dótturina!
Edilonian sagði…
Þetta hef ég alltaf sagt...að skvísan kæmi labbandi frá Íslandi;o)
kv.Edda
Nafnlaus sagði…
jæja best að opinbera heimsókn mína með því að ókska ykkur til hamingju með ykkar Ísold....gull og gæfa til ykkar á nýju ári og takk fyrir sirkúsinngöngugreiða heima á fróni
Nafnlaus sagði…
ó afsakið aðeins of fljót á mér..... bestu kveðjur, halldóra og Ísold Braga með kveðjur hér að ofan.... ;) p.s flottasta afmæliskaka sem ég hef séð í langan tíma

Vinsælar færslur