föstudagur, 3. febrúar 2006

gestir

Fréttir herma að þau Brad og Angelina séu í berlín og ekki nóg með það heldur komu þau í heimsókn.... í hverfið sem sagt. Þau fóru með börnin tvö og bumbuna í dótabúð hér við Helmholtzplatz sem er í 3 mínútna fjarlægð og dótabúðin er einmitt uppáhaldsdótabúðin hennar Ísoldar jafnaldra hennar Zöhöru Pitts. ÚHÚ ekkert smá merkilegt finnst ykkur ekki.
Ísold hins vegar segir halló í tíma og ótíma á milli þess sem hún segir vá, mamma og pabbi. Ég ætti kannski að fara lesa schopenhauer fyrir barnið til að auka orðaforðann, veit að ég segi álíka mörg orð á þýskunni. Er orðin fremur leið á þriggja orða setningum og á að hljóma eins og indíáni. Danke shön
Annað fréttnæmt er að það er harla neitt frost, ég er komin á berlínarbloggkortið undir eberzwalder u-bahnstöðina(s.s. stöðin okkar, lína 2 og takið eftir ég er næstum hætt að kalla u-bahninn metró), þannig að tékkið á því.

3 ummæli:

Edilonian sagði...

Hey já nákvæmlega...ég gleymdi að tala um það við þig...hún er víst farin en hann er hérna ennþá:-o

andrés ingi sagði...

Svo má ekki gleyma forsíðufrétt liðinnar viku: Jakkó ástfanginn af þýskum dreng.

Valdís sagði...

Ótrúlega sniðugt bloggkort! Er ekki hægt að fá svona fyrir íslenska strætókerfið eða eitthvað?