föstudagur, 24. febrúar 2006

groundhog day

Jú við spjörum okkur stúlkurnar hér á Danziger, enda þýðir ekkert að vera með einhverja kvenrembu annars.
Í gær var einn liður í að vera sjálfstæður kvennmaður í stórborg settur í framkvæmd, ég hætti mér út fyrir hverfið og það þýðir að fara upp og niður stiga með barn og kerru. Tilgangurinn var að fara til Saturn og ná í tæki sem var þar í viðgerð. Á leið þangað tók ég eftir að ég var með pöntunarnúmerið en ekki sjálfa kvittunina og hugsaði sem svo að þeir hlytu að gefa mér séns. "kein problem" sagði maðurinn í afgreiðslunni þegar ég sagðist ekki vera með tiltekna kvittun en eftir að hafa fundið gripinn og litið á skilríkin skiptir hann skyndilega um skoðun og biður um pappírinn. Nú hugsa ég og reyni að stauta út úr mér að hann hefði ekki þurft þessa pappírs fyrir mínútu síðan. Auðvitað tekst það engan veginn, maðurinn horfir stífur á mig og bregður ekki svip," kannst du englisch sprachen" segi ég "Nur deutsch" hreytir hann út úr sér. Óþolinmóður kúnni býður fram túlkaþjónustu sem afgreiðslumaður afþakkar því hann þurfi aðeins þennan"#%#$"#$ pappír. Og hvað gerist þá suður frakkinn/íslendingurinn eða hvað það er kom upp í mér og ég þaust út hrópandi I hate you german people YOU ARE SO (smá hik var að hugsa fasisti) en sagði UNPOLITE...hum. Auðvitað rauk ég í ubahnin og tveir velviljaðir þjóðverjar hjálpuðu mér sitthvoran stigann með kerruna, hljóp og náði í pappírinn fór aftur í ubahnin fimmti þjóðverjinn þann daginn hjálpaði mér með kerruna upp stigann og síðan sá sjötti á potsdamer. Enn var ég engu að síður að blóta allri þjóðinni þó þann daginn hefði heill tugur séð af dýrmætum tíma sínum til að bera kerruna fyrir mig upp eða niður stiga á lestarstövðum. En hvað um það tvær ferðir á Potsdamer Platz sama daginn, Ísold sofnaði í fyrstu ferðinni á leið til Potsdamer og vaknaði ekki fyrr en í seinni ferðinni á sömu leið. Já svona líða dagarnir í Berlín þar sem er nota bene alltaf mun kaldara en í Reykjavík.

0 ummæli: