miðvikudagur, 8. febrúar 2006

hiti og klukkan

var sem sagt klukkuð af tveimur Eðalstúlkum, þeim og Eddu og Evu þannig að ég get ekki skorast undan.

Fjórar vinnur sem ég hef unnið við:
Guide/leiðsögumaður um ísland.
Unnið á fjórum leikskólum og nú síðast á Barónsborg sem var einkar ljúft
Menningarritari franska sendiráðsins, mjög súrt.
afgreiddi í hinni goðsagnakenndu plötubúð Japís.

Fjórar bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur.

Fyrst ber að nefna allann katalóginn hjá hjartaknúsaranum Woody Allen.
La boum, frönsk unglingamynd í hæsta gæðaflokki með Sophie Marceau.
Love actually
la double vie de Véronique(hljómar kannski yfirlætislega en ég held bara rosalega mikið upp á þessa mynd)

Fjórir staðir
Ólst að mestu upp á La petite chartreuse,15 í Aix-en-Provence
á nokkrum stöðum í kópavogi Þ.á.m Skjólbrautin og Holtagerðið sem voru fastir punktar
í mínu flækingslífi sem barn.
á Egilstöðum
Rue de Paris í París hvar annars staðar
Í Reykjavík á þónokkrum stöðum, Bleika húsið á laugaveginum var náttúrulega stórbrotnast með klóssettið úti og stundum varð ég að moka snjó til að komast þangað inn. Já og að lokum Danziger,Berlin. komin vel yfir fjóra staði en trúið mér þetta er stytt útgáfa.

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla
My ó my ....SIX FEET UNDER ég gjörsamlega dýrka þá og við erum rétt að byrja á 1. seríu
Sex in the city
twin peaks, þó ég hafi aðeins séð 1. seríu.
desperate houswifes

Fjórir staðir sem ég heimsótt í fríum
Færeyjar
ástralía og japan(með mömmu)
austurríki, þýskaland og tékkland(í hinu margrómaða bakpokaferðalagi um hjarta evrópu sem við arnar fórum í um árið)
London þegar Arnar hélt upp á stórafmæli

fernt matarkyns

cous cous(hjá mömmu)
mousse au chocolat
grónagrautur (hjá ömmu í skjólinu)
jarðaber

Fjórar heimasíður sem ég skoða daglega
Nú það er bloggyfirferðin
gmailið
mbl.is
ruv.is(hef saknað fréttanna upp á síðkastið

Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á
á tíu dropum með stelpunum
á suðrænni eyju
í fjallakofa í ölpunum
á sígrænu írlandi

fjórir bloggarar sem ég klukka
Tinna
Tinna
Baldur
Stella


Annars ætlaði ég að láta ykkur veðuráhugamenn vita að það er búið að vera frostlaust í tvo heila daga Júhú, sem er mjög fín tilbreyting. Lenti hins vegar í alvöru íslensku slabbi í fyrradag á hjólinu, algjört helvíti en nú get ég gengið um í fínu gúmmístígvélunum mínum.
Í þessum skrifuðum var dóttir mín að hvolfa hálfum pastapoka á gólfið svo að síðar.

2 ummæli:

sinna sagði...

vá, don't you just love six feet under! mitt uppáhald, ég skal sko segja þér að þeir verða betri og betri... við vorum að klára fimmtu og síðustu seríu, ó boy, hvað ég grét mikið!!

og man eftir londonferð ykkar arnars þegar við hittumst og borðuðum vietnamese...

oh, mig langar að kíkja til ykkar...

pipiogpupu sagði...

mmm vietnamese....verðum að finna eitthvað álíka gott þegar þið komið í heimsókn.