Konudagskaffi og afmæli

Afmæli Arnars míns í gær, sem byrjaði með sólarglætu inn um gluggann og sólskinsbrosi frá tveimur stúlkum. ísold gaf föður sínum fallegan pakka með innrömmuðum myndum af þeim feðginum. Síðan var tekið til við að vaska upp, hlaupa út í bakarí og eiga síðan ljúfa stund við afmælisborði. Við fórum svo í göngu um hverfið og virkileg vorlykt var í lofti að sjálfsögðu næg til að Arnar færi skyndilega úr að ofan og ekki í fyrsta skiptið þann daginn - ótrúlegur maðurinn. Kvöldið var með vinum (og ókunnugum), bjór og pizzu( klassískt) og haldið á krútthátíð glöð í bragði.
En hátíðunum linnir ekki því í dag er konudagur, já og meira að segja þjóðlegur. Hann byrjaði svipað þó fólk hafi verið ryðgað. Ísold var í það minnsta sett í kjól sem tvær konur gáfu henni í afmælisgjöf, þær Brynja og Þorgerður og var hún valkyrja dagsins. Þegar við svo konur heimilisins fengum tíma einar buðum við óvænt tveimur öðrum konum, þeim Eddu og Önnu Líf í konudagskaffi. Vaskað var upp, lagað til eftir litlu valkyrjuna og bakaðar heilsupönnukökur með ólífuolíu og sojamjólk. Konumál rædd í þaula- það er hreinlega ekki tekið út með sældinni að vera kona í dag.
Um huga minn flæddu ýmis konumálefni:
Í fyrsta lagi finnst mér sorglega mikið af ungum konum hreinlega fyrirlíta konur sem skilgreina sig m.a. sem femínista. Hvers vegna er mér stundum óskiljanlegt. Nei maður hendir ekki öllu skarti og hégóma og fer í rauða sokka, maður vill aðeins að konur(dætur) fái tækifærin öll(launin; athyglina; sjálfstæðið) , ekki til að vera karlar í karlaheimi heldur til að fá tækifærin sem kona.
Ég er orðin leið á karlrembubröndurum sem fjalla aðeins um að femínistar séu húmorslausar og bitrar rauðsokkur. Hvað þá þegar einhverjir karlar eða konur segja manni að það sé manns náttúrulega ástand að þrífa og skúra gólf og rökin eru þau að jú stelpur vilja vera í bleiku frá barnsaldri og vilja leika sér að dúkkum og straujárnum - vond rök þar.
Í öðru lagi er húsmóðurstarfið farið að íþyngja sálarlífi mínu finn mig ekki í endalausum þvottinum, ég vil fara gera mína hluti, udvikla mig. Allt í einu finnst mér kaldhæðnislegt að hafa skráð mig sem húsmóður í símaskránna í bríaríi með góðri vinkonu, fannst það gott mótvægi við spjátrunga sem vilja skrá sig sem lífskúnstnera eða snillinga(og hafa enga innistæðu fyrir því). Ég er ekki kona og barn, ég heiti Móheiður og ég á dóttur.

Ummæli

Edilonian sagði…
Hehe djö.... líst mér vel á þig!
kv. Edda sem er ekki heldur kon'ogbarn!
Nafnlaus sagði…
ég er búinn að reikna það út að það er enginn launamunur þetta er bara uppspuni og ég hef nú oftar heyrt konur segja svona "rauðsokka brandara"
en karla.afkverju fara karlar ekki öskrandi eins og vitlysingar niður laugaveginn allt af þegar bóndadagurinn er. plús velja annann dag til að gera það.mér finnst þetta vera rugl
Móa sagði…
Jú ég er nú einmitt að fjargviðrast yfir þessum karlrembu konum og ég held þú vitir jafnmikið um launamun og stafsetningu s.s. ekki mikið.
Hví eru þessir nafnlausu alltaf jafn fúlir á móti-hætt þú bara að rugla.
Nafnlaus sagði…
Það er nú ekki einsog karlmönnum sé frjálst að skrá sig sem hvað sem er í símaskrána. Konan á skrifstofunni sagði, án þess að hafa nokkur gögn þess efnis í höndunum, að ég væri barasta ekki keisari.

Það var sko kvenremba!
til hamingju með afmælisbarnið. finnst þér ekki sniðugt að þið eigið afmæli í janúar, febrúar og mars og svo eru þið bara búin að afgreiða þetta afmælisstúss fyrir árið?
Móa sagði…
takk fyrir hamingjuóskir

Vinsælar færslur