þriðjudagur, 28. febrúar 2006

Púff, það er 5 stiga frost úti og það snjóar, er vorið ekki að koma? Kannski kemur það á morgun með Arnari að minnsta kosti get ég eftir hvorugu beðið. Við mæðgur höfum haft það gott. Ég hef meðal annars komist að því að við mæðgur erum báðar mjög hrifnar af nýju Beth Orton og hún hefur sungið viðstöðulaust fyrir okkur í þennan tíma. Svo finnst okkur voða gott að kúra undir sæng fyrir framan Sesamestrasse að morgni dags. Á hinn bóginn finnst mér pínu mál að burðast bæði með Ísold og búðarpoka upp á fimmtu hæð og það undarlega við þetta er að mér finnst þolið mitt ekkert vera að aukast. Svo sakna ég hlýjunnar í rúminu á nóttinni og að ég þarf ekki að þrílæsa útidyrahurðinni og stara á litla ljósið í eldhúsinu til að sofna með Aet mér við hlið. Hins vegar er ég búin vera gera smá forsmekk að vorhreingerningu(ekki segja honum) þannig að allt verði spick og span þegar hann kemur. En mest langar mig í svona svona til að minnka álagið og gera heimilið bleikara.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ich bin gleich da!
aet

Edilonian sagði...

Æði uppþvottavél! Þó það væri ekki nema bara uppá punt;o)

Stella sagði...

Ekkert smá flottar græjur! Væri sko til í svona.

Annars spyr ég nú eins og þú, hvenær kemur vorið eiginlega?

Valdís sagði...

Váá, mig langar líka í svona græju... Annars er líka 5 stiga frost á Fróni, gaman að því!

pipiogpupu sagði...

já tók eftir því Berlín búin að vera 5 til 10 stigum fyrir neðan Reykjavík allan mánuðinn.... Einhverjir hafa nú sagt mér að þetta sé búið að vera óvenjukaldur vetur hér.

tinna kirsuber sagði...

Villtu e-maila mér heimilisfanginu ykkar: kirsuber@gmail.com. Mér tekst alltaf að glata miðunum sem ég skrifa þetta á... Annars færðu enga afmælisgjöf!