fimmtudagur, 23. febrúar 2006

roadtripp með Abba

Sitjum hér mæðgur að morgni dags á Danziger, Í gær fór ég til Hamborgar að leysa út þorramat(ekki spyrja, á einum tímapunkti stóðu nokkrir íslendingar yfir einum kassa af þorramat í bílskotti og voru að velta fyrir sér magn hákarls, þetta leit nú mest eins og eiturlyfjaviðskipti.). Þó stoppið í borginni væri stutt var gaman að sjá aðra borg, finna sjávargoluna og ekki amalegt að fara í roadtripp um þýskan autobahn. Við neyddumst til að hlusta á þýska útvarpið allan tímann þar sem engin var geislaspilari. Eftir akstur fram og til baka leið mér eins og ég væri búin að hlusta á ABBA(sem mér finnst reyndar fín hljómsveit en í hófi) í tvo sólarhringa, þessi tónlistarsmekkur þeirra hér getur gert hvern mann vitlausan.
Í dag er Arnar hins vegar á leið til Frankfurt, hann fór löngu fyrir sólarupprás og er að fara í rokkferðalag með kimono. Jæja maður hefði nú haldið að ég myndi sleppa við svona rokkútstáelsi þar sem unnustinn er ekki í hljómsveit en nei nei, svona er rokkið víst. Við mæðgur verðum því einar í næstum viku. Planið er að hafa það mjög huggulegt, leita að uppskriftum sem innihalda hindber, horfa á bert og ernie í sesamestrasse( Ísold dýrkar þá og Arnar líka reyndar) og aldrei að vita nema einhverjir kíki í heimsókn.
frúin í Hamborg

2 ummæli:

tinna kirsuber sagði...

Móa!!!! Hvenær kemurðu á msn-ið?

Edilonian sagði...

Ohhh hvað ég sakna sjávargolunnar!!
Hef samt aldrei verið mikið fyrir "sjávarlykt":o/
Svona verður maður skrítinn í Berlín!