Cliffs of Móheiður


Cliffs of moher!!!(móheiður)
Jæja þá erum við að fara heim. 'Eg á nú eftir að skrifa nokkrar færslur í ferðabloggið en svona yfirhöfuð var þetta mjög góð ferð. Nú sit ég á bogbinu ætti að vera farin upp í rúm því við fljúgum klukkan sjö í fyrramálið en kl eitt í nótt verður tímanum flýtt um eina klukkustund bæði hér og í Berlín. Þetta finnst mér ákaflega ruglandi veit eiginlega ekki hvort ég tapi, græði eða hreinlega missi af vélinni.whatever
Fyrir um ári síðan byrjaði ég á þessu bloggi þá var ég eitthvað að þvaðra um bobby fischer og setti inn nokkrar myndir af dömuni þá tveggja-þriggja mánaða. Sú síðastnefnda hefur tekið heljarstökk í þessari ferð og er orðin að mér finnst ofsalega skemmtileg lítil stelpa. Það nýjasta er að æpa LALALALA þegar hún er að syngja með tónlist, dansar mikið og ruggar sér við tónlist svo er hún ægilega hrifin af þeim dýrum sem við rekumst á og í morgun sagði hún voff við hundinn hér á gistiheimilinu.
En maður er víst búin að missa af heilmiklum fréttum og dóti, herinn búin að gefast upp á íslandi og það að ég gekk einu sinni keflavíkurgönguna með ömmu og ömmubróður hafði víst lítið að segja um þá ákvörðun. læt vita af mér í Berlín.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Velkomin heim, búið að vera mjög skemmtilegt að lesa ferðasöguna. Er þá 2 klst munur núna á Reykjavík og Berlín?
kveðjur mamma og Júlían
Móa sagði…
jú það er víst en engin munur í mínum huga. Sakna ykkar
Nafnlaus sagði…
Hæ hæ Móa
Ég vildi senda þér síðbúna afmæliskveðju... var í London og hugsaði til þín!
Til hamingju...
Sólsí

Vinsælar færslur