komin heim í Berlínarvor.

Við mistum sem sagt ekki af vélinni og komumst heil heim. Þar var hellidemba þegar við lentum en seinna um daginn þegar litum út aftur varð orðið hlýtt, svona útlandahlýtt. Já þá var vorið komið. Heimilið bar greinilega merki einhvers konar vetrarleiða þannig að við einhentum okkur í alls herjar hreingerningu og stúss. Við ísold höfum nú farið í tvo daga í röð út á Helmholtzplatzleikvöllinn þar sem við hittum alla hina hýðisbirnina(Prenzlauer Berg börnin) með foreldrum sínum. Borgin virðist öll vera lifna við og ég hef meira að segja séð þýsk bros hér og þar. Ísold hefur ekki umgengist neitt marga krakka þannig að hún horfir á börnin eins og þau séu geimverur. Planið er að fara á Helmholstz sem oftast svo er auðvitað spurning hvenær rofi til í leikskólamálunum.
Já það er bara ljúft hérna í Berlín og við erum að fá gesti að heiman í fyrsta sinn á þessu ári. Fyrst Ívar Páll og svo Tinna, Eiríkur og Vaka. JEIIIJJJJJ.
Setti inn nokkrar myndir úr ferðinni undir tagið Írland. Sprengdi kvótann auðvitað þannig að þetta er aðeins sýnishorn.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Æðislegar myndir. Gaman að sjá. Gott að vorið er loksins komið. Ykkar t m amma
Nafnlaus sagði…
Sorry vantaði nafnið mitt hér að ofan. Bryndís !!!
Nafnlaus sagði…
Þið eruð alveg rosaleg sæt bara hreint út!! EIns og að sjá myndir frá því fyrr á öldum ...PASSIÐ mjög vel inn í þetta rómantíska landslag.
MAMIE ROSE
Nafnlaus sagði…
Þetta hefur greinilega verið skemmtileg ferð! Gaman að skoða myndirnar:)
crazy steve sagði…
æðislegar myndir. ég er þá náttrúlega bara að pæla í sætu frænkunni minni. Hún er algjör dúlla, ég hlakka til að sjá hana.

Það er mjög fyndið hvernig foreldrarnir falla alltaf í skuggann á svona litlum dúllu.

bið að heilsa.
Nafnlaus sagði…
Takk fyrir siðast, það var frábært að hitta ykkur þó stutt hefði verið :) Skemmtilegt ferðabloggið ykkar! Vorið er líka komið í Dublin, ahh yndislegt!

Bestu kveðjur frá Elínu.

Vinsælar færslur