föstudagur, 3. mars 2006


Snjór snjór snjór undafarna daga sem tókst meira að segja að lenda á jörðinni. Arnar kom heim rokkaður og glaður, við mæðgur afskaplega glaðar en líklega vegna vorleysis urðum við báðar pínulítið slappar. En fréttirnar í dag eru þær að við höfum pantað flug og bíl(fullorðins, ha?) til eyjarinnar grænu??? já Írlands þar sem við munum þvælast um og halda upp á stórafmæli mitt. JIBBÍ og ÚHA ég hlakka ekkert smá til, ótrúlegt en satt þá hefur þetta verið draumur lengi hjá okkur Arnari í sitt hvoru lagi og nú á bara láta verða af því ;) enda verður maður ekki þrítugur á hverjum degi(ráðgátan um aldur mhg hefur verið leyst).

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið bráðum (veit að þú ert farin að telja niður, hí hí) Þetta verður algjört æði að fara til Írlands, ég bið að heilsa Patreki :o)
Ég er að skila lokaverkefninu í skólanum á morgun. þá er ég komin í mánaðarfrí í skólanum, sem verður kærkomið. Bestu kveðjur til ykkar í Berlín (og seinar afmæliskveðjur til AET)
Brynja

pipiogpupu sagði...

tankeshön Brynja mín

Ilmur sagði...

góða ferð!

Stella sagði...

Mér finnst sniðugt hjá ykkur að fara til Írlands á afmælinu þínu, afskaplega viðeigandi eitthvað. Ég get mælt með Dublin, það er ógeðslega skemmtileg borg.

Annars vorum við einmitt að velta fyrir okkur páskaferð og ein af þeim borgum sem komst á blað yfir hugsanlega áfangastaði var einmitt höfuðborg Írlands.