Adam Green, me likey!

mmm
Fór í mínu eigin kompaníi á Adam Green tónleika á föstudagskvöldið. Á meðan sá húsbóndinn um að taka á móti gestinum okkar frá íslandinu.
Tónleikarnir voru æði; vera ein með sjálfri mér, kíkja í bók í lestinni, handsome newyork kúl adam, röddin hans dýpri en ég veit ekki hvað og hljómaði allt saman mjög vel með strengjum í undarlega löguðu tempodróm. Þjóðverjarnir virtust voða hneikslaðir á drykkjulátum og dónabrandaratali Greens. Við Íslendingar auðvitað öllu vön og ég grunaði hann reyndar um smá ýkjulæti til að falla sem best í newyork kúl stereótýpuna.
Helgin var svo tileinkuð gestinum okkar og vorinu. Það merkilega við borgina er að hún er gígantísk, fórum í nokkuð langa göngutúra og erum enn að sjá nýja staði bæði yndislega fallega, rómantíska en líka þunglyndislega og hráslagalega. Sólin hefur svo algerlega skinið, allt virðist einhvern veginn skýrara, borð eru komin á gangstéttar og meira segja brum á trén...Þetta er allt að koma. Dagurinn toppaður með hörputónleikum í heimahúsi þar sem söngfuglinn okkar stóð sig með ágætum....þó hún þegði nú ekki á meðan á spileríi stóð voru það aðeins lágvær tíst og hljóð sem hljómuðu í takt við tónlistina.
Gærkveldið var reyndar sögulegt að mörgu leyti fengum yndislegu barnapíuna okkar til að líta eftir söngfuglinum á meðan við sýndum Ívari Berlin by night og mamma mía, by night var það. Ætla ekki að fara mjög nákvæmlega út í þetta allt saman en Cosmopolitan, Zebra-strúta-krókódílakjöt, Mick Rock sjálfur mættur með ljósmyndaopnun með Bowiemyndir í aðalhlutverki....og hvað svo þetta hefði nægt en nei. Kareoki á Centrale randlage við þrú ásamt 7 austurþjóðverjum tókum ýmis lög og upplifðum súrealismar ddrstundir. Arnar auðvitað fljótur að tryggja sér lady in red og bætti um betur með phil collins og eric clapton lögum. Ívar var duglegur í Bítlunum en ég sló líklega öllum út í fallega lagleysinu mínu. Eftir nokkra tíma þarna flúðum við út þá vorum við kærustuparið nýbúin að syngja WIND OF CHANGE með Scorpions
....já þetta kunnu austur þjóðverjarnir upp á hár að minnsta kosti. Ekki var hægt að sleppa 8millímetrum en hann hefur gjörsamlega verið hertekinn af ungum reykvíkingum undafarna mánuði. Ævintýrin gerast í henni Berlín.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
hæ elskan, já ég les nú stundum bloggið þitt. Þuríður var svo góð að leyfa mér að nota tölvuna sína, er brjálæðislega afbrýðisöm út í Tinnu og er búin að ákveða að mín heimsókn verði sko þúsund sinnum skemmtilegri en hennar, það er ef ég er enn velkomin...
Tinna Kirsuber sagði…
Ola! Ertu hætt að koma á msn-ið hjartagullið mitt?

Vinsælar færslur