föstudagur, 14. apríl 2006

páskaveikin

Ísold enn frekar lasin, við lentum í erfiðleikum með að fá læknishjálp í gær. Læknirinn okkar var í fríi þannig að við pöntum leigubíl á spítala sem var mælt með fyrir Ísold af bandarískri móður, þegar þangað er komið og við loksins búin að finna Erste hilfe- er okkur sagt að fara yfir götuna í annað hús þar sem barnalæknir gæti tekið á móti okkur....skrýtin bráðamóttaka þar. Jæja þar taka á móti okkur tvær konur, önnur með útlit bolabíts og hin með fýlusvip aldarinnar. Þær kannast engan veginn við þessi evrópukort og eru mjög stífar og leiðinlegar. Þref og nöldur hélt áfram með þessu þjóðlega þýska fúllyndi og ómannlegheitum. Ísold var með háan hita og máttfarin, ég var komin með tárin í augun og Arnar bálreiður. Þegar við vorum orðin vonarlítil um að fá læknishjálp sagði Arnar að við ættum bara að flytja til Danmerkur sem ég játti strax. Jú á endanum komumst við svo inn á eftir öllum þarna inni auðvitað og læknirinn var kvenkyns dr Gunni, rauðhærð og indæl. Hún greindi Ísold með Bronkítis og gaf henni einhverja mixtúru, síðan hefur hitinn verið nokkuð hár og hóstinn slæmur.
Teiknimyndirnar s.s í algleymingi um páskanna setti inn nokrar myndir af dömunni í apríl og einhverjar írlandsmyndir að auki, skoðið myndir.

6 ummæli:

Rúna sagði...

"...þessu þjóðlega þýska fúllyndi og ómannlegheitum...". Er þetta ekki helst langt til gengið, Móheiður?

Vona að krílinu batni sem fyrst.

Nafnlaus sagði...

yndisleg rauða myndin af Ísold. Fallegar tennurnar hennar. Prentaði hana út. Amma á Sólvöllum

Stella sagði...

Við sendum batakveðjur til Berlínar og vonum að skvísunni batni sem fyrst. Mikið skil ég að þið hafið verið orðin pirruð á Þjóðverjunum, þráðurinn í manni er ansi stuttur þegar börnin eru lasin.

Sammála ömmunni, rauða myndin af Ísoldu er æðisleg. Hún er svo mikil dúlla :-)

Nafnlaus sagði...

Sammála Stellu um kveikjuþráðinn! og myndirnar eru æðislegar. Sérstaklega finnst mér familían með kastalanum flott. Nefið á þér nýtur sín einstaklega vel, Móheiður mín! Þú ert eins og sönn ÚTLENSK stórstjarna! Eins og við höfum alltaf sagt . Hvaðan skyldir þú hafa það? Svarið frá írskum gyðinga forfeðrum? kveðja mamie Rose

pipiogpupu sagði...

Takk fyrir batnaðaróskir, skinnið er enn aumt en virðist vera á bataleið.
og mamma þér hefur tekist að láta mér líða eins og fjórtán ára á ný! Ekki ónýtt það.

Nafnlaus sagði...

mea culpa! en þú lítur vel út og ég er algjör klaufi oftar en ekki .

kveðja PR