Um pest og ömurleikann

Það er ekki tekið út með sældinni að vera Ísold Thoroddsen þessa daganna. Á fimmtudaginn var hún orðin nokkuð hress stúlkan og útskrifuð frá lækninum en aðfararnótt föstudags byrjaði hún svo að kasta upp. Þá hafði hún náð sér í ælupest á biðstofunni hjá lækninum, við skelltum henni til læknis daginn eftir enn eina ferðina og sjónin ekki fögur. Litla stúlkan orðin svo mögur og aum. Öll helgin fór í að ná sér en loks í dag fór að glitta í skríkjandi barnið á ný, þetta er sem sagt allt að koma. En af okkur í fréttum er að við fengum óvænta heimsókn frá frændum Arnars af Akranesi sem komu færandi hendi með Lax ummmmmmmmhhhh. Með þeim gengum við um hverfið og skoðuðum alls konar bíla, sérlegt áhugamál þeirra feðga og alltaf gaman að sjá hverfið í nýju ljósi. Um kvöldið kom Alex og leit eftir Ísold á meðan við skelltum okkur á Sisters of Mercy, en sei sei ó nei.... hrikaleg lífsreynsla verður að segjast.
í fyrsta lagi, krádið var rosalega krípí; burstaklippt vöðvabúnt með íllileg augnaráð, gamlir sjúskaðir pönkarar, gothkonur að deyja úr hor og glæpamenn. Við vorum stödd í helvíti.
Ég var þarna mætt í grænum kjól, gulum skóm, með bleikan varalit og með hvítu gleraugun sem var algerlega fjórum litum ofaukið og fannst mér allir horfa á mig með morðingjaaugum. Ég ætlaði nú að láta mig hafa það og hélt bara fastar í Arnar. En svo byrjuðu sjálfir tónleikarnir eða hvað sem þetta var. Reykvélin látin á fullt blast líklegast svo að Andrew Eldritch gæti falið sig sem best. Maðurinn ekki svipur hjá sjón, dökku liðuðu lokkarnir(er s.s. veik fyrir þeim) horfnir aðeins snoðaður kollur og allt of skorinn ofþjálfaður líkami ughhh. Hljóðið var hörmung heyrðist betur í bakröddum en sjálfum Andrew, enginn gítar. Þetta var hrein afskræming á tónlistinni. Skemmst frá því að segja að við forðuðum okkur hálf svekkt yfir aurnum sem fór í miðana.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þetta verður bætt upp á Belle & Sebastian. Þar máttu mæta eins og sjálfur regnboginn.

Vinsælar færslur