blómasnjór

Það er undursamlegt veður í berlín og til marks um það er nágrannakona mín næstum nakin hérna á nærliggjandi þaki allan liðlangan daginn. Við mæðgur erum hins vegar búin að finna hinn fullkomna garð sem er aðeins í tveggjamínútna fjarlægð. Þetta er einhvers konar kirkjugarður sem liggur á milli tveggja gatna. En á vegum einhvers konar trúfrelsis samtaka, grafirnar eru reyndar örfáar og liggja á víð og dreif á stórri grasflötinni með þónokkrum trjám. Þetta er eilítið skuggsæll garður og friðsæll og í einu horninu er afskaplega menntaður leikvöllur. Þar er t.d. róla sem er eins og karfa í laginu og margir krakkar geta verið í í einu. Þarna verjum við þessum sólríku dögum okkar og á okkur snjóar hvítum og gulum blómum úr trjánum, alveg yndislegt.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Mikið hljómar þetta vel hjá ykkur mæðgum. Kveðja amma á Sólvöllum
er að hugsa um að rota Þorgerði og stela farseðlinum hennar....
Nafnlaus sagði…
Þótt grafirnar séu fáar leynast fjöldagrafir í einu horninu. Prófið að leita að þeim legsteini...

Vinsælar færslur