ein í kotinu

















Ísold er búin að njóta síðustu daga með afa og ömmu til fullnustu, hún hefur verið á fullu með sýningu og fengið næga athygli. Í gær héldum við svo upp á afmæli Bryndísar með íslensku lambakjöti eldað af kokkinum fræga, ummmm! Ísold lærði heilmikið á dvöl þeirra og er farin að segja nokkur orð inn á milli söngsins endalausa. Við foreldrarnir fengum líka smá hvíld og dekur sem var mjög vel þegið. Í dag var kotið okkar ansi tómlegt og Ísold saknaði ömmunnar og afans strax. Nú svo er vika í að við fáum aupair til okkar( hinn unga Júlían), já þetta er orðið frekar fullorðins hjá manni.
Mér fannst ég líka vera orðin ansi fullorðins þegar ég sá hinn unga jacques Lang orðinn gráhærður og krumpaður... Ég mundi eftir honum sem unga sniðuga stjórnmálamanninum. Well horfði svo á heilan umræðuþátt um það að hann ætlaði að fara í prófkjör í flokknum sínum( fyrir socialistana auðvitað). En þetta væri nú svo sem ekki frásögufærandi nema vegna þess hve ótrúlega stjórnmálaumræða getur verið skemmtileg!! Jacques í fyrsta lagi játaði ást sína á hinum og þessum og þá aðallega Mitterand síðan kom félagi hans fyrrverandi hægri(eða ætti ég að segja vinstri) hönd Mitterand. Félaginn var spurður hvernig hann héldi að Jacques myndi ganga og þá sagði hann(nb. hann átti greinilega koma til að styðja hans hlið). "Alls ekki vel" sagði félaginn, "socialistaflokkurinn í frakklandi er að skíta í buxurnar þessa daganna og þó ég elski þig jacques og styðji þig veit ég að þeir munu velja XXX í staðinn því þeir eru fífl". Já þetta kallar maður yfirlýsingu í lagi, ekki sé ég fyrir mér Geir H. Haarde játa Davíð ást sína eða segja að flokkurinn sinn sé að skíta í buxurnar.

Ummæli

AnnaKatrin sagði…
sendi góðan straum í kotið til ykkar.
Nafnlaus sagði…
Halló halló! Styttist í Berlínartúrinn minn (ef tveggja daga ferð má kallast túr?!)...hlakka óstjórnlega mikið til að berja borgina augum og njóta lífsins lystisemda :) Verum í bandi þegar ég kem...

Kveðjur frá Írlandinu,
Elín.
Móa sagði…
já hlakka til að sjá þig vonandi verður veðrið búið að skána... hálf grátt þessa daganna.
Edilonian sagði…
Hvaa á ekkert að blogga?? Bara ekkert blogg í að verða 3 daga!!;o)
Móa sagði…
já einmitt alveg hrikalegur tími, kommentin hrannast upp og fólk hreinlega getur ekki beðið eftir að ég skrifi meira. I wish Edda K., DJÓK
Edilonian sagði…
Hehe settu þér commentatakmark og bloggaðu svo....virkar vel;o)
The K!!

Vinsælar færslur