fimmtudagur, 29. júní 2006

eftir 6 daga

fljúgum við enn á ný og í þetta skiptið á frón. Þetta verður 17. flugferð Ísoldar sem hún fer og það ókeypis þar sem hún er ekki orðin tveggja. Auk hennar verður enn minni laumufarþegi sem fær ókeypis.... sá/sú er líka ástæðan fyrir því að ég kem heim með fremur framstæðann maga. Segið svo að við kunnum ekki að spara! Annars fer hver að vera síðastur að kommenta um hversu mikið mín er saknað og hve frónið sé ekki samt án mín!!!!
Kannski skelli ég inn nokkrum myndum frá velheppnaðri Póllandsferð annars sjáumst við bara.

5 ummæli:

Jóhanna sagði...

Jeminn hvað þið eruð dugleg! Gaman:)

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að fá ykkur öll heim.!! Amma á Sólvallagötu

Nafnlaus sagði...

til hamingju!

bestu kveðjur frá kaupinhafn

ilmurogágúst

Edilonian sagði...

Jiii ég sakna ykkar svooo mikið og hlakka lakka svooo til að fá ykkur til Íslands!! Og svei mér þá ef við getum bara ekki kallast á góðan daginn útum gluggana hjá mæðrum okkar....og jafnvel eitthvað slúður;o)

Valdís sagði...

Hlakka til að hafa fullskipað í pastasalat!