þriðjudagur, 13. júní 2006

gleymspeki og of mikil sól

Líklegast hefur einhver heimspekingurinn sagt að menn væru alltaf óánægðir, en ég hef ekkert haft fyrir því að muna eitthvað af þessum fræðum sem ég hef lagt stund á. Nú er í Berlín brjáluð sól og blíða sem er mér algerlega um megn...svo mikið að ég reyni að forðast að fara út úr húsi. Ég veit að þetta er guðlast í eyrum Íslendinga með D-vítamín vöntun á háu stigi, en mér er alveg sama. Hér er ein mesta molla sem ég hef kynnst þó allir gluggar séu hér upp á gátt má enga golu finna. Ég er með innilokunar og köfnunartilfinningu og þrái vesturbæjarlaugina heitar en nokkru sinni.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úff ég er sammála og hundurinn líka, héldum okkur innandyra eins og hægt var í dag!kv þórunn