international Slayer dagurinn

Í dag kom litli bróðir minn til borgarinnar, orðinn höfðinu hærri en ég(heldur samt titlinum litli bróðir). Mér finnst hann ósköp duglegur að fljúga svona einn stórborganna á milli svo ekki sé minnst á hve mikil hjálp hann er hér á heimilinu. Ísold var nú ekki lengi að taka hann í sátt og þau orðin mestu mátar eftir hálftíma.
En að heimóttarstjórnmálum, ekki vissi ég að Halldór Á. væri Slayer aðdáandi eða djöfladýrkandi en hann kann sannarlega að velja daginn.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Gott að Júlían er kominn. Gaman að sjá nýjar myndir.
Kveðja Amma Bryndís

Vinsælar færslur