konunglegir dagar.
Arnari og fylgdarmey(mér) var boðið til prinsessu á dögunum. Sú er með nokkur eftirnöfn eins og þeim ber og eitt þeirra er meira að segja Wittgenstein. Eftir langa S-bahn ferð suður til ég veit ekki hvað komum við í ekkert svo fansí hverfi, ekkert sextánda hverfi í gangi. En í einu fínu húsi þó án turna á annari hæðinni tók á móti okkur brosmild prinsessan í buxum. Nei nei ó sei sei, engar krínolínur þar á ferð. Þar vorum við kynnt endalaust fyrir körlum í blaser jökkum og konum í léttum sumarklæðnaði. Flestir gestanna þó eitthvað eldri en við en einhvern veginn tókst okkur að vera ekki alger krækiber í helvíti, ég fann mér franska konu og ræddi við hana um dásamlega brie ostinn(á stærð við sextán tommu pizzu frá franz) sem var á boðstólum og svo auðvitað fótbolta...það var ekki bjart upplitið á konunni. Franska liðið væri hrein hneisa fyrir þjóðina tjáði hún mér, maðurinn hennar reyndi nú að finna jákvæða punkta á þeirra síðasta leik en konan dró hann niður á jörðina og sagði þá hafa "sökkað feitt". Við komumst heil í gegnum þessa berlínsku efristéttar skemmtun. Eitt lærði ég þó þetta kvöld að maður á að bjóða upp á einfaldar en góðar veitingar(þegar ég fer að halda konunglegu veislurnar mínar)- s.s ekki sjö tegundir af kökum, köldum eða heitum réttum. Prinsessan bauð upp á ljúffenga tómatsúpu sem var fullkomin að mati Arnars svo var fyrrnefndi brie osturinn og kirsuber. Einfalt og gott.
í gær ásamt annari prinsessu í minni kantinum en í buxum líka fórum við til Potsdam, röltum áhyggjulaus um Sanssouci(tíhíhíh) garðinn og kíktum á alla rococcogeðveikina. Áttum indælisdag undir funheitri berlínarsólinni.
Hér blaktir þýski fáninn sem aldrei fyrr, þeir eru að koma út úr skápnum með þjóðernisstoltið mætti halda. Flestir segja þó að þessi gul-rauð-svarta manía muni enda eftir leikanna, því hér er þjóðernisstolt yfirleitt tabú(skiljanlega, humhum). Fyrir minn smekk gæti ég ekki verið stolt af svona ljótum fána, litasamsetningin er fatal.
Tvær vikur í íslenska grámann, vindinn, vatnið, sundið og plokkfiskinn-og ég hlakka brjálað til....undarlegt nokk!!!
í gær ásamt annari prinsessu í minni kantinum en í buxum líka fórum við til Potsdam, röltum áhyggjulaus um Sanssouci(tíhíhíh) garðinn og kíktum á alla rococcogeðveikina. Áttum indælisdag undir funheitri berlínarsólinni.
Hér blaktir þýski fáninn sem aldrei fyrr, þeir eru að koma út úr skápnum með þjóðernisstoltið mætti halda. Flestir segja þó að þessi gul-rauð-svarta manía muni enda eftir leikanna, því hér er þjóðernisstolt yfirleitt tabú(skiljanlega, humhum). Fyrir minn smekk gæti ég ekki verið stolt af svona ljótum fána, litasamsetningin er fatal.
Tvær vikur í íslenska grámann, vindinn, vatnið, sundið og plokkfiskinn-og ég hlakka brjálað til....undarlegt nokk!!!
Ummæli
Bylting í Vesturbæjarlauginni
Bylting hefur orðið á blöndunartækjum í sumum sturtum Vesturbæjarlaugarinnar. Í stað gömlu tækjanna þar sem sundlaugargestir þurftu að blanda saman heitu og köldu vatni eru nú komin tæki af gerðinni Mora með hitastilli.
Það var komin tími á að endurnýja blöndunartækin enda eru þau orðin 65 ára gömul, segir Guðrún Arna Gylfadóttir forstöðumaður Vesturbæjarlaugarinnar. Skipt var út 8 af 24 blöndunartækjum í karla og kvennaklefunum.
Það eru margir ánægðir með þessar breytingu hjá okkur. Gömlu tækin voru stíf og það gat reynst erfitt að stilla hitann. Þetta munar miklu sérstaklega gagnvart börnum því það er mun hentugra fyrir þau að skrúfa frá einum krana, segir Guðrún Arna en bætir við að þó einhverjar óánægju raddir hafi heyrst. Það eru aðallega fastagestir til margra ára sem vilja ekki breytingar á lauginni. Ég hef útskýrt málið fyrir þeim og þeir reyna að sýna þessu skilning. Gömlu tækin eru ekki framleidd lengur og varahlutirnir eru ekki til.