sunnudagur, 4. júní 2006

tv5....MONDE

Hef horft svolítið mikið á franska sjónvarpið undanfarið, sambýlismanni mínum varð næstum því nóg um þegar ég horfði á enn einn fréttatímann sem innihélt aðeins fréttir af mótmælum. Mótmælt var í Toulouse að björnum væri sleppt í Pýreneafjöllin til að lifa þar sínu náttúrulega lífi. Næsta frétt var svo auðvitað frétt af mótmælum á svipuðum slóðum frá náttúruverndarsinnum sem styðja þessa bjarnaráætlun. Í öllum þessum mótmælafréttum er svo talað við einn mann eða eina konu(oftar en ekki með stór nef) í hópnum sem er alveg brjálaður, baðar út öngum og er þetta virkilega mikið hjartans mál.Það er sem sagt líf og fjör í frans, svei mér þá ef dvöl mín hér í þýskalandi er ekki bara að lækna antipatíu mína á fóstrum mínum frökkum;)

0 ummæli: