fimmtudagur, 27. júlí 2006

Frjálsar Færeyjar

Jamm og jú við erum komin heim á okkar eigin eyju. Sú er ekki alveg jafn þokukennd og eyjan mýstíska sem við dvöldum síðustu helgi og í fegursta þorpi heims AKA Syðri Göta. Þokan sem ég var svo dugleg að dásama gerði heimamönnum reyndar svolítið erfitt því tónlistarmenn og skáld komust erfiðlega að eyjunni sem á það til að hverfa fyrir sjónum flugmannanna og reyndar stjórnmálamanna einnig. En við komumst heim í gegnum skýin og fengum sólskinsbros frá prinsessunni:)

0 ummæli: