miðvikudagur, 19. júlí 2006

við hjónaleysin

erum í Færeyjum, það er þoka....dásamlega Færeyjarþokan sem gerir allt svo dularfullt. Við erum reyndar án Ísoldar, við sem höfum verið eins og franskur rennilás síðustu mánuði. Viðurkenni að það var undarlegt að leggja sig í rauða sófanum hennar Vonbjartar og litla prinsessan langt í burtu. Hún er auðvitað í góðu atlæti hjá ömmu sinni á sólvöllum og líka smá hjá uncle Júlían þannig að hún unir sér vel. Blíðar kveðjur frá Færeyjum

2 ummæli:

tinna kirsuber sagði...

Hvenær komiði aftur?

Edilonian sagði...

Ahh var búin að gleyma!! Ég var að reyna að fá ykkur á Miklatún í gær:-o
En góða skemmtun og njótið frísins;o)