þriðjudagur, 22. ágúst 2006

í fréttum er þetta helst

Við fórum norður í blíðuna síðustu helgi. Ísold gekk upp á fjall(litla fjallið á Sauðárkróki) , svaf í tjaldi og alles bara. Sveitasælan var dásamleg, bláberjaskyr undir sterkri Mývatnssólinni ummmm.
Annars er Arnar að fara ná í hafurtask okkar austur til Berlínar, ég er að fara taka við lyklum á nýjum húsakynnum okkar við Auðarstræti, byrja í Hí aftur og Ísold að byrja á leikskóla vonandi fyrr en síðar (ætli gamli góði Villi láti leikskólamál sig eitthvað varða eða voru þetta bara kosningabrellur...).

0 ummæli: