busy bees og pakkar


Mæðgurnar allar höfum verið nokkuð uppteknar síðastliðna viku. Námið mitt byrjar strax með trukki, vikuleg skil, próf og meira að segja workshop allan laugardaginn. Ísold byrjaði á leikskólanum og stóð sig bara vel þessa fyrstu daga í aðlögun. Amma Rós (kölluð amma dós af barnabarninu) hefur hugsað um Ísold á meðan ég hef verið í skólanum og mála í íbúðinni. Í gær vorum við svo vonum lúnar eftir vikuna, Ísold var sett í bað og allir háttuðu snemma. Óvænt hringdi svo dyrabjallan og ókunnur maður við dyrnar. Hávaxinn ungur maður sem kynnir sig sem Ludwig segist vinur Arnars og hér á Íslandi í nokkra daga, rétti hann okkur tvo pakka frá Arnari okkar. Hlýnaði okkur heldur betur um hjartarætur okkar við þessa óvæntu heimsókn. Einn pakkinn stílaður á tvær prinsessur var fljótt rifinn upp og skríkti pabbastelpan af gleði þegar gamall félagi frá Berlínarárunum birtist enginn nema Spongebob Schwampkopf íklæddur bleikum Peaches nærum pour moi!!!! Hinn pakkinn var svo frá verndarenglinum okkar og nágranna henni Diönu.
Einhvern veginn styttist biðin ógurlega eftir prinsinum okkar um helming við þennan óvænta glaðning en litla stelpan okkar skilur ekki alveg hvað pabbi þarf að vera lengi þarna hinu meginn við símann.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þetta er grússartig!

arnar
hvernig leit ludwig út? hlýtur að hafa verið nokkuð stórbrotinn með þetta nafn.
Móa sagði…
sænskur en engu að síður afskaplega myndarlegur, hávaxinn og með stórt nef.
Nafnlaus sagði…
tekkið a thessu, dolph lundgren aðdaendur!

myspace.com/bossofsweden

arnar

Vinsælar færslur